-->

Kæliskápurinn sprakk upp og allt út um allt!

Togarasjómenn hafa fengið að kynnast janúarlægðunum síðustu sólarhringa en þrátt fyrir það hefur aflinn verið með ágætum. Frá því er sagt á vef Síldarvinnslunnar að ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmanney VE og Bergur VE hafi öll komið með prýðlegan afla þrátt fyrir erfið verður stærstan hluta túra skipanna. Egill Guðni Guðnasson, skipstjóri á Vestmannaey VE, náði fullfermi í sannkölluðum brælutúr, að sögn.

„Við hófum veiðar í Skeiðarárdýpi og á Öræfagrunni en veðrið var svo vitlaust að við fluttum okkur á Ingólfshöfðann. Þaðan var svo flúið í Meðallandsbugtina út af Skaftárósum. Þar var heldur minni alda en vindurinn hins vegar jafn mikill og annars staðar. Um tíma var veðrið alveg snarklikkað og ég sá vindmælirinn fara upp í 35 metra. Þegar mest gekk á var ástandið um borð afar erfitt en það var allt á fleygiferð. Meðal annars sprakk upp kæliskápur hjá kokkinum og allt fór út um allt. Það var heilmikil verkun á elhúsinu eftir ósköpin. Það er verulega notalegt að koma í land að loknum túr sem þessum,“ segir Egill Guðni.

Meðfylgjandi mynd er úr eldhúsinu á Vestmannaey þar sem allt var á tjá og tundri eftir að kæliskápurinn sprakk upp í sjóganginum. Mynd: Valtýr Auðbergsson / svn.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...