Nýr Bárður í reynslusiglingum

Hinn nýi Bárður SH, stærsti plastbátur landsins, er nú í reynslusiglingum út frá skipasmíðastöðinni Bredegaard í Danmörku. Þegar þeim og endanlegum frágangi verður lokið, verður haldið til Hanstholm, þar sem dekkbúnaður verður tekinn um borð og síðan haldið heim.

Pétur Pétursson, útgerðarmaður og eigandi bátsins, segir að líklega dragist heimferðin fram að næstu mánaðamótum. Frágangi á bátnum hafi seinkað vegna sumarleyfa. Hann segist að öðru leyti vera mjög ánægður með bátinn og hann fari vel í sjó. Þeir fengu á sig 17 metra vind í fyrstu reynslusiglingu en allt gekk samt vel. „Þetta lítur allt vel út og er að klárast.  Við erum bara sáttir við bátinn,“ segir Pétur.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...