Pönnusteiktur þorskur með hvítlaukssmjöri

Nú fáum við okkur þorsk. Þennan glæsilega fisk sem haldið hefur lífinu í okkur Íslendingum öldum saman. Við erum önnur öflugasta þorskveiðiþjóð heimsins á eftir Norðmönnum, en á undan Rússum. Fjórði hver þorskur sem fer á markaði um allan heim er af íslenskum uppruna. Daglega eru hér framleiddar hundruð þúsunda máltíða úr þorski og fara nær allar á matardiska erlendra neytenda. En við skulum njóta þessa góða fisks líka.

Innihald:

Hvítlaukssmjör:

300g smjör við stofuhita
2 msk graslaukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif, marin
smávegis salt.

Þorskurinn:

Fjórir bitar úr þorskhnakka, um 200g
salt og nýmalaður svartur pipar
2 msk ólífuolía

Aðferð:

Byrjum á hvítlaukssmjörinu. Hrærið smjörið með þeytara í skál uns það er orðið létt og froðukennt. Bætið hvítlauk og graslauk útí og blandið vel saman. Breiðið plastfilmu á bretti og setjið smjörblönduna á hana og rúllið upp í um það bil þriggja sentímetra þykka rúllu. Lokið vandlega og frystið í um 20 mínútur. Smjörið geymist vel í frysti í að minnsta kosti mánuð. Þegar komið er að því að nota smjörið eru skornar hæfilegar sneiðar af rúllunni.

Kryddið fiskinn með salti og pipar og steikið á pönnu í heitri olíu í 5-7 mínútur á hvorri hlið, uns fiskurinn er orðinn gullinn og gegneldaður. Berið fiskinn fram með þykkum sneiðum af hvítlaukssmjörinu, fersku salati og nýjum kartöflum eða soðnum hrísgrjónum.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...