Steiktur þorskur með tómötum, ólífum og kapers

Deila:

Þorskurinn er einstaklega góður matfiskur. Hvítt og fallegt holdið fer í flottar flögur þegar hann er eldaður og bragðið hlutlaust, fer í raun bara eftir því hvernig hann er verkaður og síðan matreiddur. Möguleikarnir eru óendanlegir. Fyrirtækið Norðanfiskur heldur úti glæsilegri uppskriftasíðu á slóðinni fiskurimatinn.is og þangað sóttum við þessa fínu uppskrift, sem er fyrir 4.

Innihald:

  • 800 g þorskur
  • 1 laukur, skrældur og grófsaxaður
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir í sneiðar
  • 3 msk kapers
  • 150 ml hvítvín (má nota vatn og safa úr ½ sítrónu)
  • 700 g ókryddaðir tómatar í dós
  • 80 g ólífur
  • 1 knippi steinselja
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

Steikið laukinn í potti í nokkrar mínútur, bætið þá hvítlauknum, kapersinu, hvítvíninu, tómötum og ólífunum saman við og eldið í u.þ.b. 20 mín.
Smakkið til með salti og pipar og bætið söxuðu steinseljunni saman við. Steikið þorskinn í 3 mín. á hvorri hlið og berið fram.

 

Deila: