-->

Þverhúkkaður vertíðarloka réttur

Bara nafnið á þessari uppskrift leiðir til þess að maður vill reyna hana. Þegar það hefur verið gert er hún í boði aftur og aftur. Frábær uppskrift sem er að finna á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Hún er þangað komin frá Klemens Sigurðssyni á Arnarstapa, sem er eigandi Bryndísar SH 128

Innihald:

4 lítil flök, ýsa eða þorskur, skorin í bita
hveiti
2 msk smjör
2 msk ólífuolía
1 tsk salt
½ – 1 tsk svartur pipar
150-200 gr rifinn ostur
2 lúkur paprikuflögur (snakk)
Sósa:
2 msk smjör
2 paprikur (saxaðar)
1 púrrulaukur (sneiddur)
2 sellerístönglar (saxaðir)
1 peli rjómi
1 dl ananassafi eða hvítvín
1-2 tsk tómatkraftur
1 msk hveiti
1 fiskiteningur
¼ tsk túrmerik krydd
¼ tsk karrý
1 tsk Italian Seasoning

Aðferð:

Fiskinum er velt upp úr hveiti salti og pipar, síðan steiktur upp úr 50/50 olíu og smjöri. Fiskurinn er síðan tekinn af pönnunni og geymdur. 2 msk smjör sett í pott og grænmetið látið malla þar til það er orðið meyrt þá er rjómanum bætt út í ásamt tómatkraft og 1 msk hveiti. Látið malla í smá stund. Restinni af kryddinu og fiskiteningnum og ananassafanum bætt út í og látið malla saman. Sósunni hellt í eldfast mót fiskurinn settur ofan á. Kartöfluflögunum stráð yfir og síðast ostinum. Bakað við 180 gráður í ofni í 10 mín. Að lokum er gott að setja ofninn á grill til að fá ostinn brúnan.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffengur þorskur með hnetum

Sumum finnst fiskur dýr, en ekki má gleyma því að þegar flök eða hnakkar eru keyptir ferskir eða saltaðir, er nánast engin rýrnu...

thumbnail
hover

Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með...

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarr...

thumbnail
hover

Iðandi af ungu fólki

Síðustu vikur hefur húsnæði Brims verið iðandi af ungu fólki en Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Reykjavík, hefur haft aðst...