Samningafundur og mótmæli í dag

Deila:

Samningafundur verður í deilu sjómanna og útgerðarinnar klukkan 13. Sjómenn ætla að efna til fundar við hús Ríkissáttasemjara. Samkvæmt frétt ruv.is

Samninganefndir sjómanna og útgerðarinnar koma til samningafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan 13, en á fundi deilenda síðasta fimmtudag miðaði lítið. Konráð Alfreðsson varaformaður Sjómannasambands Íslands sagðist þá búast við að verkfall sjómanna ætti eftir að standa lengi.

Í fréttum í gær sagði hann hins vegar að menn væru að búa sig undir a leysa deiluna í dag eða næstu daga, tiltölulega hratt ef vilji væri fyrir hendi, sem hann hélt að væri. Konráð sagðist halda að mikill vilji væri til að leysa deiluna hjá útgerðarmönnum og það sama væri hjá sjómönnum og það muni takast.

Sjómenn hafa boðað til mótmælafundar við hús Ríkissáttasemjara í dag. Þeir sem standa að skipulagningunni segjast vera búnir að fá gjörsamlega upp í kok eftir að orðrómur komst á kreik að til standi að setja lög á verkfallið og einnig ofbjóði þeim hrokinn og virðingarleysið sem þeim hafi verið sýndur undanfarin ár. Konráð sagðist í fréttum í gær ekki líta á framtak sjómannanna sem mótmæli heldur frekar stuðning við samninganefndirnar.

 

Deila: