Sjómönnum í Noregi fjölgar
lok árs voru voru skráðir 11.244 sjómenn og 5.959 fiskveiðiskip og bátar í Noregi. Þetta eru um það bil þrefalt fleiri sjómenn en á íslandi og bátar og skip meira en tvöfalt fleiri. Sjóm0nnum fjölgaði um 1% í fyrra og skipum um 2,3%, samkvæmt upplýsingum frá fiskistofu íslands
Sjómönnum sem hafa Fiskveiðar að aðalatvinnu fjölgaði í Noregi í fyrra úr 9.259 í 9433. Á hinn bóginn fækkaði þeim sem hafa sjómennsku að hlutastarfi úr 1.871 í 1.811 á síðasta ári.
Við lok síðasta árs voru skráðar 273 komur með sjómennsku að aðalstarfi , en þær voru260 ári áður.
Af sjómönnum með fiskveiðar að aðalstarfi eru 19% undir 30 ára aldri og 22% eru 60ára og eldri. Fjölgun varð í báðum þessum aldursflokkum á síðasta ári sem þýðir að norskir sjómenn eru bæði að eldast og yngjast í starfi.
Fiskiskip og bátum fjölgaði á síðasta ári úr 5.884 í 5.959. Það er mest í minnstu flokkunum sem fjölgunin er mest, það er undir tíu metrum og 10 til 11 metrar löngum bátum, eða um 90 báta samtals. Hins vegar er fjöldi í öðrum stærðarflokkun ýmist stöðugur eða dregst lítillega saman.
Í minnts aflokknum, bátum undir 10 metrum er mesta fjölgunin við sunnanverðan Noregi, en 10 til 11 metra bátunum fjölgar meira fyrir norðan.