Segja sjómenn svipta réttindum

Deila:

Sjómenn og útgerðarmenn sitja á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara. Tugir sjómanna eru með samstöðu- og mótmælafund við hús Ríkissáttasemjara, þeir telja sig ekki njóta sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Frá þessu er sagt á fréttavefnum ruv.is og er meðfylgjandi mynd fengin .aðan.
Samningafundur sjómanna og útgerðarmanna hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan 13. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagðist í hádegisfréttum vera nokkuð bjartsýn fyrir fundinn og sagði hún útgerðarmenn fulla samningsvilja. Konráð Alfreðsson varaformaður Sjómannasambands Íslands sagðist á sama stað vera nokkkuð bjartsýnn og sagðist vonast til að kröfur sjómanna fengjust ræddar.
Sjómenn fjölmenntu utan við hús Ríkissáttasemjara fyrir fundinn. Kristófer Jónsson sjómaður á Höfrungi III sagði í hádegisfréttum að annars vegar væru menn þarna til að sýna samninganefnd sinni samstöðu og hins vegar að mótmæla því að hafa ekki sömu réttindi og annað vinnandi fólk.
„Við þurfum að borga fleiri tugi þúsunda í hverjum mánuði fyrir það eitt að vera í vinnunni. Það er hlífðarfatnaður, það er sími og net og fæði, þú hefur ekki kost á neinu öðru. Svo var sjómannaafsláttur tekinn af okkur á sínum tíma og við misstum mjög mikið. Það er gríðarleg samstaða meðal manna, segir Kristófer Jónsson.

Deila: