Yfir 25.000 tonn á handfæri

Deila:

Veiði á handfæri hefur fjórfaldast frá árinu 2008.  Heildarveiði á nýliðnu ári fór í annað skiptið á tímabilinu yfir 25 þúsund tonn.  Mest var veitt af þorski 14.677 tonn og makríl 8.527 tonn. Þrátt fyrir þessa aukningu á handfæraafla er hann aðeins 2,3% af heildarafla íslenskra skipa.

„Árið 2009 var upphafsár strandveiða hér við land.  Strandveiðar hleyptu nýju blóði inn í sjávarútveginn, gæddu hafnirnar lífi og efldu hinar dreifðu byggðir landsins,“ segir um þessa þróun á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

2,2 milljónir tonna 1997

Heildarafli íslenskra skipa á öllum miðum nam alls 1.070 þúsund tonnum, en fara þarf aftur til ársins 2010 til að finna minni afla en þá veiddust 1.068 þúsund tonn. Heildarveiði á árinu 2016 var 13,2% minni en meðaltal sl. tíu ára.  Árið 1997 er aflahæsta árið í sögu íslenskra skipa en þá veiddu þau um 2,2 milljónir tonna.

 

Deila: