Síldarsalat

Deila:

Í tilefni þorrans og bóndadagsins þykir okkur rétt að vera með eitthvað sem tilheyrir þessum árstíma. Síldarsalat finnst okkur mjög vel við hæfi, þjóðlegt, hollt og gott. Síldin hefur verið þjóðinni afskaplega þýðingarmikil bæði sem fæða og útflutningsvara. Þannig stóð síldin undir velferð og framförum í íslensku efnahagslífi fyrstu sjö áratugi síðustu aldar. Síðan þorrablótin hófust upp úr miðri síðustu öld hefur síldin verið ómissandi á veisluborðunum.

Innihald:

1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpurre
1 stk laukur
hvítlaukur
1 msk basil
1 msk steinselja
2 stk lárviðarlauf
6 síldarflök (marineruð eða kryddsíld)
6 soðnar kartöflur
1 salatgúrka
3 stk epli
½ laukur
1 msk sinnep

Aðferð:

Sjóðið niður tómatsafann ásamt tómötunum, bætið tómatpurre í pottinn kryddið og maukið. Skerið síldina í bita, eplið og kartöflurnar í teninga og saxið salatgúrkuna, blandið öllu saman og skreytið með eggjum

Deila: