Silungur með osti og möndlum

Deila:

Við gamla settið skelltum okkur í sumarbústað við fallegt vatn nú í vikunni. Það er vinarlegur lítill sumarbústaður bara nokkur skref niður á vatnsbakkann með stangirnar og beituna. Við fengum strax fallega fiska í kvöldmatinn og fundum einfalda og góða uppskrift til að fara eftir og njóta þeirra. Við nutum matarins vel um kvöldið með fallegt útsýni yfir vatnið og nágrenni þess, hlustuðum á fagran fuglasöng í stað þess að setja Harry Belafonte í græjurnar og nutum sveitasælunnar með góðri flösku af hvítvíni með matnum.

Innihald:

400 g silungsflök
100 g camembert ostur
30 g möndluflögur
½ rjómi
1 msk sykur
salt
pipar
olía til steikingar

Aðferð:

Blandið saman camembert osti, möndlum og sykri í blandara. Bætið rjómanum út í og hrærið saman. Steikið silungsflökin og kryddið með smávegis af salti. Setji flökin á bökunarpappír í ofnskúffu og smyrjið blöndunni yfir. Grillið í ofninum í tvær til þrjár mínútur eða þar til osturinn verður gylltur. Berið fram með grænmeti og salati að eigin vali.

 

Deila: