Minni afli og verðmæti hjá HG

Deila:

Á árinu 2016 öfluðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf, 12.114 tonna að verðmæti 3.131 milljóna króna samanborið við 14.054 tonna afla að verðmæti 4.084 milljónir króna árið 2015.

Þetta er 13,8% minni í afli og 23,3% minna aflaverðmæti. Þessa minnkun á afla og aflaverðmæta má einkum rekja til þess að allir togarar fyrirtækisins fóru í slipp á árinu, mikillar styrkingar krónunnar og áhrif verkfalls sjómanna á seinni hluta ársins.

Valur og Örn stunduðu rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og öfluðu ágætlega.

Almennt var verðþróun sjávarfangs jákvæð.

Aflabrögð ársins 2016 voru almennt  góð sem þakka má skynsamlegri nýtingu auðlindarinnar sem leitt hefur til hagkvæmari sóknar.

  2016 2016 2015 2014
   Tonn Milljónir Milljónir Milljónir
         
Júlíus Geirmundsson          4.244          1.467          1.901          1.435
Páll Pálsson          4.359            869          1.252            953
Stefnir          3.274            719            844            737
Valur og Örn             237              76              87            123
Samtals        12.114          3.131          4.084         3.248

 

Deila: