Styttist í nýjan Óla á Stað
Nú fer að styttast í að hinn nýi Óli á Stað verði tilbúinn. Það er Stakkavík í Grindavík sem er að láta smíða hann hjá Seiglu á Akureyri. Þetta er annar báturinn sem smíðaður er fyrir þá í Stakkavík en gamli Óli á Stað heitir nú Sandfell SU 75 og er í eigu dótturfyrirtækis Loðnuvinnslunnar. Að sögn þeirra sem að síðuritari hefur talað við, gæti báturinn orðið klár fyrstu vikuna i febrúar en hann verður gerður út á balalínu fyrst um sinn að sögn Hermanns Ólafssonar eiganda fyrirtækisins.
Á myndinni er skipstjórinn Óðinn Arnberg við fyrri bátinn.
Fleiri myndir má sjá á vefsíðunni http://thorgeirbald.123.is/