Langar til Balí með konunni

Deila:

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er Grindvíkingurinn Einar Hannes Harðarson. Hann er frystitogarajaxl og félagsmálamaður. Er í áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar GK og er formaður stéttarfélags sjómanna í Grindavík.  Hann er líka áhugasamur um íþróttir og langar til Balí með konunni.

Nafn?

Einar Hannes Harðarson. 

Hvaðan ertu?

Grindavík. 

Fjölskylduhagir?

Giftur Ásdísi Hafliðadóttir og eigum við 3 börn. Andra Fannar 12 ára, Örnu Maríu 9 ára og Einar Orra 3 ára.  

Hvar starfar þú núna?

Vinnslustjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni og formaður Sjómanna og vélstjóra félags Grindavíkur. 

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

13 ára, náði restinni af gamla tímanum. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Hef alltaf haft gaman af því að vinna í tarnavinnu og einnig hversu fjölbreytt starfið er.

En það erfiðasta?

Fjarvera frá fjölskyldu og vinum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Pass.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Hermann Waldorff var nánast faðir minn til sjós.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, íþróttir og vinna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt úr Kjósinni. 

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Balí með konunni.

 

Deila: