Stefnir í óefni að óbreyttu

Deila:

„Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í sveitarfélögum allt í kringum landið í tengslum við verkfall sjómanna. Verkfallið hefur nú staðið í u.þ.b. tvo mánuði og er farið að hafa mikil áhrif sem ekki einungis ná til samningsaðila, heldur einnig stöðu landverkafólks og þeirra sem vinna óbein störf í sjávarútvegi og eru ekki aðilar að kjarasamningi sjómanna og útgerðarmanna.

Í jafn mikilvægri atvinnugrein og sjávarútvegi, er ábyrgð aðila mikil. Ljóst er að staðan er þegar orðin alvarleg í mörgum sjávarútvegssveitarfélögum og stefnir í óefni að óbreyttu,“ segir í ályktun stjórnar félagsins frá 3. febrúar síðastliðnum.

Var ályktunin send á sjávarútvegsráðherra, samningsaðila og alla þingmenn. Þá segir jafnframt að stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hvetji samningsaðila og ríkisstjórn Íslands til að leita allra leiða til að liðka fyrir lausn málsins, þannig að koma megi í veg fyrir frekara tekjutap þjóðarbúsins í heild sinni.

Deila: