Fiskur í soya

Deila:

Nú tökum við þetta á einfaldan hátt. Uppskriftin þarf ekki alltaf að vera flókin til að rétturinn verði góður. Eins og alltaf skiptir ferskleiki hráefnisins mestu máli og alltaf er hægt að fá feskan góðan fisk eða frystan. Svo er bara að ákveða hvaða fisktegund verður fyrir valinu, því það er einfaldlega eftir smekk hvers og eins eða hvað er til.
Stundum er gott að hafa þetta einfalt, fljótlegt og þægilegt. Verði ykkur að góðu.

 Uppskrift: 

700 g fiskur – skorinn í litla bita
1 1/2 – 2 dl Soyjasósa
Salt og pipar
Hveiti eftir þörf
4-6  msk ISO4 olía til að steikja upp úr.

Aðferð:  

Fiskurinn er skorinn í litla bita og settir í skál. Soyjasósu hellt yfir og látið standa í ca. 5-10 mínútur.  Hverjum bita er síðan dýft í hveitið. Mjög gott að setja salt og pipar í hveitið.  Bitarnir eru síðan steiktir í nokkrar mínútur upp úr olíunni.
Við mælum með hrísgrjónum eða steiktum kartöflum og góðu salati með þessum rétti.

 

Deila: