Lítill afli í Færeyjum í janúar
Landaður afli af botnfiski og skelfiski í janúar varð mun minni en í sama mánuði í fyrra. Munar 13% í magni og 33% í verðmæti. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Færeyja en þar er gerður fyrirvari á miklum breytingum, sem geti stafað af því hvorum megin mánaðamóta löndun sé skráð.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar var landað 3.360 tonnum af botnfiski í janúar síðastliðnum, sem er 14% minna en í fyrra. Verðmæti aflans nú miklum mun minna en í fyrra eða 34% lægra. Samdrátturinn er að langmestu leyti í þorski. Af honum bárust einungis á 653 tonn á land í janúar, en 1.553 tonnum var landað í janúar í fyrra. Munurinn er 900 tonn eða 58%. Af ýsu var landað 453 tonnum, sem er aukning um 12% og af ufsa komu á land 1.964 tonn, sem er aukning um 31%.
Löndun á flatfiski var mjög lítil, aðeins 184 tonn, sem er samdráttur um 42%. Uppistaðan í flatfiskaflanum er grálúða eða 100 tonn, sem er samt 42 tonnum minna en í fyrra.
Skelfiskaflinn var 372 tonn, sem er 15 tonnum minna en í janúar í fyrra.
Heildaraflinn nú varð 3.920 tonn en í fyrra bárust 4.527 tonn á land.