Skotar auka útflutning á eldislaxi um 70%

Deila:

Mikil aukning útflutnings til Austurlanda fjær hefur leitt til 70% aukningar á sölu eldislax frá Skotlandi á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutts lax á tímabilinu nemur 47,5 milljörðum íslenskra króna.

Bandaríkin eru áfram helsti markaðurinn fyrir skoska eldislaxinn, en Kína er stærsti markaðurinn i Austurlöndum. Sala þangað hefur skilað 6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Samkvæmt opinberum tölum er vöxturinn í söluverðmæti til Japan og Tæwan langleiðina í 1,2 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Salan á þeim fjórðungi var í heildina 29.000 tonn að verðmæti 26 milljarðar króna, sem er 22% meira en var á fyrsta fjórðungi ársins.

Scott Landsburgh, framkvæmdastjóri samtaka skoskra laxeldismanna, SSPO, segir að markaðurinn í Austurlöndum fjær stefni í að verða mikilvægasti markaðurinn fyrir skoskan eldislax. Mikil vinna hafi verið lögð í markaðsmálin þar eystra og sem dæmi um það megi nefna að árlegur útflutningur til Kína skili nú 12,4 milljörðum króna, en þanagað hafa sama og ekkert farið fyrir sex árum.

Þá nefnir hann mikla aukningu á útflutningi til Tæwan og Vietnam. Þá er mikil aukning á sölu á laxi til Norður-Ameríku þar sem salan hefur nærri tvöfaldast frá fyrri helmingi síðasta ár.

Mikil vinna hefur verið lögð í markaðssetningu og uppbyggingu laxeldis í Skotlandi þar sem það skapar stöðugt meiri atvinnu og útflutningstekjur.

 

Deila: