Barði búinn í rallinu

Deila:

Barði NK kom til hafnar í Neskaupstað aðfaranótt sunnudags og hafði þá lokið sínu hlutverki í hinu árlega ralli Hafrannsóknastofnunar. Barði hélt í rallið 28. febrúar og má segja að verkefni hans hafi gengið samkvæmt áætlun.

Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að fyrri hluti rallsins hafi gengið einstaklega vel enda menn heppnir með veður. „Seinni hlutinn var heldur erfiðari en þá var veðrið óhagstæðara,“sagði Steinþór. „Þetta var fyrsta rallið á Barða en í áhöfninni eru þrælvanir rallkarlar því þeir voru áður á Bjarti NK sem fór í hvorki fleiri né færri en 26 röll,“ sagði Steinþór að lokum.

Barði mun halda til veiða í dag. Í gær voru rallveiðarfærin frá Hafrannsóknastofnun tekin í land og síðan voru veiðarfæri skipsins sett um borð.

Deila: