Metframleiðsla í fiskeldi

Deila:

Dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur nú gefið út ársskýrslu sína vegna ársins 2016. Á árinu voru framleidd 15.129 tonn sem er met framleiðsla í fiskeldi hér á landi. Framleiðsla í skeldýrarækt er ennþá frekar lítil.

,,Árið 2016 reyndist fremur farsælt fiskeldisár á marga vísu. Eitt af því sem stendur upp úr er að aldrei áður hefur framleiðsla til slátrunar og vinnslu aukist jafn mikið á milli einstakra ára, eða um heil 82% og mun það met eflaust standa um ókomin ár. Uppbygging mikilvægra grunnstoða héldu áfram og þau fyrirtæki sem höfðu áform um nýframkvæmdir héldu sínu striki. Það má þó ljóst vera að miðað við fjölda og stærð seiðaeldisstöðva mun framleiðsluaukning í eldi laxfiska verða á fremur rólegum nótum allra næstu ár. Nánast engin breyting hefur orðið á fjölda fyrirtækja og aðeins ein ný sjókvíaeldisstöð mun bætast í flóruna árið 2017,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Deila: