HB Grandi dregur úr landvinnslu

Deila:

Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi og mun HB Grandi því draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði. Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og er félagið að bregðast við því.

Deila: