Störf fiskvinnslufólks verði varin

Deila:

Verkalýðsfélögin í Sandgerði, Grindavík, Selfossi, Suðurlandi og Drífandi í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að verja störf fiskvinnslufólks.

„Við undirrituð skorum á Alþingi og ríkisstjórn að verja störf fiskvinnslufólks á Íslandi með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru jafnvel að afturkalla aflaheimildir þeirra fyrirtækja sem ætla að flytja þessi störf úr landi eins og framkvæmdastjóri SFS hótaði í fréttum 28. mars sl. Við getum með engum hætti sætt okkur við að Fiskverkendur og útgerðamenn flytji þessi mikilvægu störf úr landi til þess eins að geta grætt meira á sameiginlegu auðlindum þjóðarinnar. Okkar tillaga er að það verði frekar lækkaðir vextir verulega en alls ekki fara í að fella gengið. Þegar þetta fólk ber það við laun fiskverkafólks séu svo há. Þá teljum við það vera fáránleg rök og bendum stjórnendum þessara fyrirtækja á að líta sér nær. þegar talað er um laun er það okkar mat að laun fiskverkafólks séu allt of lág eins og því miður önnur verkamannalaun á Íslandi.“

 

Deila: