Margar tillögur liggja fyrir aðalfundi LS

Deila:

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í gær á Reykjavík Natura í gær. Fyrir fundinum liggur aragrúi tillagna. Tillögurnar lúta að strandveiðum, línuívilnun, grásleppu, krókaaflamarki, aflamarki og frjálsum handfæraveiðum. Á fundinum verða einnig teknar fyrir tillögur um byggðakvóta, afladagbók, línur, svæðalokanir, netaveiðar og ýmislegt fleira.

Tillögurnar sem lúta að strandveiðum eru fjölmargar, en veiðarnar voru stöðvaðar í byrjun júlí í ár. Þær eru listaðar hér að neðan.

LS krefst að fest verði í lög að strandveiðileyfi hafi að lágmarki 48 róðrardaga.
• LS ályktar að þar til handfæraveiðaveiðar verða gefnar frjálsar skal efla og styrkja strandveiðikerfið á eftirfaradi hátt:
a) heimild Fiskistofu um stöðvun strandveiða verði numinn úr gildi.
b) tekin verði upp heimild til pörunar á umframafla, þannig að hægt verði að jafna það sem er umfram í róðri í næsta róðri. Heimild þessi nái til 100 kg af óslægðum þorski.
c) heimildir strandveiðibáta til löndunar í VS sjóð verði í samræmi við aðrar veiðar.
d) ufsi verði frjáls sem meðafli við strandveiðar.
• LS skorar á Fiskistofu að sinna betur lögboðnu eftirliti sínu varðandi eignarhald strandveiðibáta, sbr.: „einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip. Eigandi fiskiskips skal vera lögskráður á skipið.“
• LS leggur til að ef strandveiðibátur er kominn með 500 kg í umframafla þá missi viðkomandi einn veiðidag.
• LS skorar á stjórnvöld að fella niður sérstakt gjald (svokallaðan bryggjuskatt) á virkjun veiðileyfa við strandveiðar.
• LS leggur til að sömu reglur gildi um undirmál á strandveiðum og í króka- og aflamarki.
• LS mótmælir harðlega stöðvun strandveiða 11. júlí 2023. Skorar félagið á stjórnvöld að fara að lögum um að þessar veiðar séu leyfðar í 12 veiðidaga í mánuði í fjóra mánuði, þ.e. maí, júní, júlí og ágúst. Með því verði strandveiðar óháðar aflamerkskerfinu auk þess sem jafnræði verði náð milli veiðisvæða umhverfis landið. Þannig verða þessar veiðar fyrirsjáanlegar fyrir sjómennn, fiskkaupendur og aðra sem hafa af þeim atvinnu.
• LS skorar á stjórnvöld að tryggja sanngjarnari skiptingu strandveiðiheimilda.
• LS vill að bætt verði við úthlutun í þorski í 250 þús. tonn strax. Það mun auka rými til strandveiða.
• LS leggur til að 50% af almenna byggðakvótanum verði bætt inn í strandveiðar.
• LS leggur til að eigendum strandveiðibáta verði heimilt að ráða afleysingarmann á strandveiðibát í allt 10 daga

Deila: