Marel sýnir í Brussel

Deila:

Marel mun að vanda taka þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Processing Global 2017 í Brussel í Belgíu dagana 25.-27. apríl. Þetta er lanstærsta sjavarútvegssýning í Evrópu en þar eru sýndar sjávarafurðir og vélbúnaður til að vinna þær.

„Á sýningarbás Marel verður aðal áherslan lögð á vörugæði og aukna vinnslugetu. Marel mun áfram sýna hina byltingarkenndu tækni í FleXicut og nú kynnum við einnig nýja snyrtilínu. Marel kynnir einnig nýja, hraðvirka vörumerkingavél M360, sem veitir þér samkeppnisforskot með vönduðum og áferðarfallegum merkingum.

Fiskvinnslur ættu aðeins að sætta sig við bestu vinnslutækni þegar kemur að meðhöndlun og vinnslu á hágæða hráefni. Marel mun sýna úrval framsækinna tækja og hugbúnaðarlausna sem laxa og bolfiskframleiðendur geta nýtt sér til að hámarka nýtingu, afköst og vörugæði,“ segir á heimasíðu Marel.

Deila: