Ofnbökuð bleikja með chili, hvítlauk og ólífuolíu

Deila:

Bleikja er yndislegur fiskur. Bæði svo falleg og bragðgóð, að ekki sé talað um hollustuna. Þegar við viljum hafa virkilega góðan mat fyrir gamla settið að kvöldi með rómantísku ívafi kemur bleikjan oft upp í hugann. Hana má elda á fjölmarga vegu eins og annan fisk, en þessa uppskrift sóttum við á uppskriftavefinn fiskurmatinn.is sem haldið er úti af Norðanfiski. Þar er að finna ýmsar góðar uppskriftir að fiskréttum, en hráefnið má fá frá Norðanfiski og er það selt í Bónus.
Höfundur uppskriftarinnar er Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar.

Innihald:

800 g bleikja
60 ml smjör
60 ml ólífuolía
6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
Safi úr ½ sítrónu
1 tsk reykt paprikukrydd
½ tsk chili-flögur
Salt og pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið hvítlauk, chili, paprikukrydd, salt og pipar saman við ásamt safanum úr sítrónunni. Hitið varlega þar til laukurinn er eldaður. Hellið yfir fiskinn og bakið í vel heitum ofni við 220°C í u.þ.b. 6 mín. og berið fram.

 

Deila: