Ufsi, félag um sjávarútveg stofnað

Deila:

UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg, er umræðuvettvangur um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi og úti í heimi. Við sem stöndum að stofnun félagsins teljum umræðuna um sjávarútvegsmál á Íslandi oft vera á villigötum og ekki til þess fallin að bæta ásýnd greinarinnar. UFSI mun hafa það að leiðarljósi að skapa málefnalega og óhlutdræga umræðu um greinina ásamt því að vekja áhuga meðal ungs fólks um sjávarútveg.

UFSI boðar til stofnfundar í dag þriðjudaginn 18. apríl klukkan 17:00 í fyrirlestrasal Sjávarútvegsráðuneytisins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja ávarp og að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Deila: