Endurskoðun rekjanleikastaðals lokið

Deila:

Formlegri fimm ára endurskoðun og uppfærslu rekjanleikastaðals (IRFM Chain of Custody Standard) af hálfu tækninefndar Ábyrgra fiskveiða ses. (ÁF) er lokið. Staðallinn er nú opinn til kynningar og umsagnar í 60 daga, frá 8. maí til 6. júlí nk.

Responseble fisheries certifed logo_cmyk_150dpi

Megintilgangur vottunar á vegum ÁF er að sýna fram á á gagnsæjan hátt, að Íslendingar stundi ábyrgar fiskveiðar og fari að alþjóðlega viðurkenndum samningum og fylgi viðmiðum sem sett eru af Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO.

IRFM rekjanleikastaðallinn byggir m.a. Leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun á veiðum og afurðum villtra fiskistofna frá 2005/09 (FAO Guidelines for the Ecolabelling of Fish and Fishery Products from Marine Capture Fisheries), ásamt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlegum samningum um staðlagerð og faggildingu.

Tækninefnd ÁF, sem ber ábyrgð á skrifum og útgáfu staðla ÁF, samanstendur af sérfræðingum frá opinberum stofnunum, sem tengjast sjávarútvegi og félögum og fyrirtækjum í greininni. Tækninefndinni ber samkvæmt verklagsreglum að uppfæra formlega staðla á fimm ára fresti að lágmarki. Eftir þá endurskoðun ber að setja endurskoðaðan staðal í 60 daga kynningar- og umsagnarferli skv. leiðbeiningum FAO og kröfum GSSI.

Tækninefndin mun taka til skoðunar allar efnislegar athugasemdir, sem berast og sem leiða til breytinga til batnaðar miðað við hlutverk og markmið staðalsins. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig senda skuli inn athugasemdir, er að finn á vef Iceland Responsible Fisheries:

http://www.responsiblefisheries.is/islenska/frettir-og-utgafa/frettir/endurskodun-rekjanleikastadals—60-daga-umsagnarferli/321/

 

Deila: