Sjálfbær sjávarútvegur

Deila:

Sjálfbær sjávarútvegur er yfirskrift ársfundar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum verða flutt erindi um stöðu og gang mála. Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins verða afhent og styrkir úr rannsóknasjóði síldarútvegsins afhentir.

Fundurinn hefst með ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra. Þá flytur Dr. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, erindi sem hann nefnir „Hinar efnahagslegu mýtur í sjávarútvegi“. Guðmundur Freyr Jóhannsson, læknir og framkvæmdastjóri Icelandic Health Symposium, flytur erindið „Máttur matarins“. „Stóra myndin: Uppbygging þekkingarsamfélags“  er heiti erindis Kristrúnar Mjallar Frostadóttur, hagfræðings hjá viðskiptaráði Íslands. Loks flytur Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, erindi, sem hún nefnir „Hvert er svo plottið?“.

Fundurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 19. maí klukkan 13.00 til 15.00.
Fundarstjóri er Hildur Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri N4

Deila: