Hærra verð ytra – lægra verð hér

Deila:

Úttekt Landssambands smábátaeigenda sýnir að útflutningsverð á þorskafurðum hefur nánast staðið í stað á árinu, gagnstætt því sem verið hefur að gerast á uppboðsmörkuðum innanlands fyrir ferskan fisk. Þar hefur verið lækkað verulega.

„Að undanförnu hafa miklar umræður spunnist um fiskverð.  Óánægju og nokkurrar tortryggni hefur gætt um hvort tölurnar sýni það sem er að gerast á mörkuðum fyrir þorsk,“ segir á heimasíðu LS. Þar segir ennfremur:
„Eins og fram kom í úttekt LS sem birt var hér í gær er verð á óslægðum þorski á mörkuðum í byrjun maí töluvert lægra en það var í fyrra.

Fiskverð LS

Við skoðun og sundurgreiningu á tölum Hagstofunnar um útflutningsverðmæti þorskafurða á fyrstu þrem mánuðum þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra er ekki að sjá að sama þróun eigi sér stað.  Tölurnar sýna að náðst hefur að landa nokkurn vegin sama verði í krónum talið og þar með hækkun í erlendri mynt.  Þá er einstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikil aukning hefur orðið á útflutningi á ferskum þorskafurðum milli ára, þrátt fyrir að verkfall hafi þakið helming tímans nú í ár.

Fiskverð LS 2

Í ljósi þessa er rétt að lofa fisksölumenn en ekki lasta.
Mest er flutt til Bretlands eða um 2/3 alls útflutningsins, en í fyrra var hlutdeild þar rúmur fjórðungur.  Breytingin hefur greinilega skilað sér í góðum verðum á þeim markaði.
Til samanburðar er rétt að sýna meðalverð á fiskmörkuðum af óslægðum þorski yfir sama tímabil:

Fiskverð LS 3

Vafalaust setja menn spurningarmerki við þessar tölur og benda á varðandi útflutninginn í hvaða pakkningar þorskurinn er unninn.  Það breytir því þó ekki að verð á fiskmörkuðum virðist hafa fylgt genginu en í útflutningi hefur náðst hækkun sem fylgt hefur gengisfalli erlendra mynta gagnvart krónu.

Það er vonandi að þetta málefni verði rætt á næstu dögum og reynt að finna hvaða skýringar eru á þeim mismun sem hér er upplýstur.“

 

Deila: