Fiskafli í apríl rúm 109 þúsund tonn

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í apríl var rúmlega 109 þúsund tonn sem er 5% meira en heildaraflinn í apríl 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust 67 þúsund tonn samanborið við 56 þúsund tonn í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli dróst hins vegar saman á milli ára en tæp 40 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við rúm 43 þúsund tonn í apríl 2016.  Rúm 18 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 10% minna í apríl 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá maí 2016 til apríl 2017 hefur heildarafli dregist saman um 59 þúsund tonn eða 5% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Afli í apríl metinn á föstu verðlagi var 10,7% minni en í apríl 2016.

Fiskafli
  Apríl   Maí-apríl  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         85,4             76,3     -10,7      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 104.206 109.305 5 1.134.186 1.074.791 -5
Botnfiskafli 43.215 39.944 -8 450.633 405.530 -10
  Þorskur 20.002 18.076 -10 253.796 236.000 -7
  Ýsa 3.639 3.955 9 41.733 34.810 -17
  Ufsi 3.912 5.967 53 47.454 45.835 -3
  Karfi 7.406 6.865 -7 61.878 54.643 -12
  Annar botnfiskafli 8.255 5.081 -38 45.771 34.242 -25
Flatfiskafli 1.766 1.364 -23 25.664 20.923 -18
Uppsjávarafli 57.165 67.174 18 645.813 637.874 -1
  Síld 2  – 112.349 110.723 -1
  Loðna  –  – 101.089 196.832 95
  Kolmunni 55.950 66.656 19 262.884 160.496 -39
  Makríll 1.213 518 -57 169.459 169.818 0
  Annar uppsjávarfiskur  –  –  – 32 5 -83
Skel-og krabbadýraafli 2.058 824 -60 12.020 10.380 -14
Annar afli 2  –   –  56 84 50

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Deila: