Dönsk og Íslensk börn sigla með Húna

Deila:

Það var glæsilegur hópur ungmenna  sem sigldi með Húna í gærmorgun, alls um 100 manns í tveimur ferðum. Voru það 6. bekkingar úr Síðuskóla og 5. og 6. bekkingar Ryomgård í Danmörku og þau hafa unnið að verkefni í allan vetur. Íslenski hópurinn heimsótti þann danska Í byrjun apríl.  Dönsku nemendurnir munu verða hérna út vikuna þar sem þeim verður sýnt land og þjóð að sögn Helgu Daggar Sverrisdóttur.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson

 

Deila: