Tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi – áskoranir og tækifæri

Deila:

Hvernig er íslenskt menntakerfi og vinnumarkaður undirbúið fyrir umbyltingar í tækni og sjálfvirkni og hvernig getur íslenskt samfélag skapað sér samkeppnisforskot í þessari þróun? Þessum spurningum verður velt upp á morgunfundi þriðjudaginn 23. Maí.  Þar verður fjallað helstu kaflaskil í íslenskum sjávarútvegi í sögulegu samhengi og lagt mat á framtíðina.

Kynnt verður ný skýrsla sem fjallar um breytingarnar sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Aton fyrir SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Fundurinn er haldinn í Marshall-húsinu, Grandagarði 20 í Reykjavík og hefst klukkan 8:30 til 10.15.

Til máls taka:

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton
  • Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Skaginn3X
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

 

Fundarstjóri er Tryggvi Másson, einn stofnenda UFSI, félags ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi.

„Meðal þeirra þátta sem fjallað er um í skýrslunni er að með framförum í tækni verða til ný störf og önnur hverfa. Vinnumarkaðurinn stefnir hraðbyri í tímabil þar sem sjálfvirkni skipar stærri sess en áður hefur þekkst. Slík þróun kallar á breytta samsetningu vinnuafls og nýjar áherslur í menntakerfi.  Stjórnvöld víða um heim vinna að því að kortleggja vinnumarkaðinn með tilliti til aukinnar sjálfvirkni. Íslenskur sjávarútvegur ber nú þegar glöggleg merki þessarar þróunar. Fullkomnari skip og vinnslur hafa fjölda jákvæðra þátta í för með sér svo sem minni losun gróðurhúsalofttegunda, öruggara vinnuumhverfi, bætta nýtingu afla og aukin afköst. Þróunin felur samt í sér áskoranir því hún fækkar hefðbundnum störfum en kallar þess í stað á fjölgun annars staðar og aukna þekkingu í iðnaði, vísindum og hugbúnaðargerð,“ segir meðal annars í fundarboði.

 

 

 

 

Deila: