Ætlar að skoða heiminn frá öðrum sjónarhornum

Deila:

„Mér fannst nú bara nóg komið. Ég er kom­inn á ald­ur og ætla núna að fara að skoða heim­inn frá öðrum sjón­ar­horn­um,“ seg­ir Guðjón Ein­ars­son sem er nú að hætta sem rit­stjóri Fiskifrétta eft­ir 32 ár í starfi. Þetta segir hann í samtali við mbl.is

Guðjón var fréttamaður á sjón­varp­inu frá 1970 til 1985 en þá ákvað hann að söðla um og fara yfir á Fiskifrétt­ir. Hann seg­ir að gríðarleg­ar breyt­ing­ar hafi orðið í sjáv­ar­út­veg­in­um á síðustu 32 árum. „Ég kem þarna inn rétt eft­ir að kvóta­kerfið tek­ur gildi og ég er bú­inn að fylgja því síðan og þeim breyt­ing­um sem það hef­ur valdið. Ég hef alltaf haft nóg að skrifa um,“ seg­ir Guðjón.

Þá seg­ir hann hafa orðið breyt­ing­ar á fjöl­miðlamarkaðinum sömu­leiðis en að Fiskifrétt­ir hafi alltaf lifað. „Það voru mikl­ar hremm­ing­ar sér­stak­lega í kring­um hrunið en það var áfram pláss fyr­ir blaðið.“

Guðjón seg­ir framtíðina hjá Fiskifrétt­um bjarta en þrír starfa á rit­stjórn­inni. Á sama tíma og Guðjón hætt­ir mun Kjart­an Stef­áns­son sem hef­ur verið rit­stjórn­ar­full­trúi blaðsins hætta eft­ir 16 ára starf. Svavar Há­v­arðsson er nýr rit­stjóri Fiskifrétta en hann hef­ur verið blaðamaður á Frétta­blaðinu síðasta ára­tug­inn. Þá starfar á blaðinu Guðjón Guðmunds­son og um mitt sum­ar tek­ur til starfa Guðsteinn Bjarna­son sem kem­ur af Frétta­blaðinu.

Guðjón seg­ist ganga sátt­ur frá borði eft­ir þenn­an langa tíma hjá Fiskifrétt­um. „Það er búið að vera mjög skemmti­legt og fjöl­breytt að skrifa um þessa grein. Það eru ótal vinkl­ar á þessu og aldrei verið skort­ur á um­fjöll­un­ar­efni.“

 

Deila: