Nýtt Sóknarfæri í sjávarútvegi  

Deila:

Athygli ehf. gaf í dag út blaðið Sóknarfæri í sjávarútvegi, 60 síðna blað fullt af efni um það sem er að gerast í greininni um þessar mundir. Forsíðuna prýðir nýjasti togari flotans, Kaldbakur EA 1, sem kom til Akureyrar á dögunum en í blaðinu er fjallað um komu skipsins, rætt við Sigtrygg Gíslason, skipstjóra, Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja hf. og Bárð Hafsteinsson hjá Skipatækni ehf., hönnuð skipsins.
Í blaðinu  er einnig umfjöllun um nýjasta togara HB Granda hf., Engey RE 91, sem nú er verið að leggja lokahönd á við bryggju á Akranesi. Þar er settur í skipið vinnslubúnaður á millidekk og einstakt lestarkerfi á heimsvísu. Rætt er við Alfreð Tulinius hjá Nautic ehf., hönnuð skipsins og Birki Hrannar Hjálmarsson, útgerðarstjóra ísfiskskipa HB Granda.

Af öðru efni má nefna viðtal við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, umfjöllun um breytingar á togaranum Blæng NK, fjallað er um bláskeljarækt, sölu sjávarafurða á innanlandsmarkaði og margt, margt fleira.

Blaðið má lesa með því að smella hér:

https://issuu.com/athygliehf/docs/soknarfaeri_sjavarutv_2tbl_2017_72?e=2305372/45958702

 

Deila: