Fjölskylduhátíð HB Granda og heimildarmynd um Ásbjörn RE

Deila:

Að vanda kemur HB Grandi veglega að hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins og Hátíðar hafsins sem haldin verður í Reykjavík um helgina. Eðli málsins samkvæmt er það sjómannadagurinn, sunnudagurinn 11. júní, sem HB Grandi heldur hátíðlegan en minna má á að ný heimildarmynd um ísfisktogarann Ásbjörn RE verður sýnd í Kaldalóni í Hörpu alla helgina.

Til að fagna sjómannadeginum býður HB Grandi til fjölskylduskemmtunar á athafnasvæði félagsins við Norðurgarð. Hátíðarsvæðið verður opnað kl. 13:00 á sunnudag og boðið verður upp á fiskisúpu, pylsur, kökur, kleinuhringi og fleira góðgæti. Í boði verður andlitsmálun og blöðrur verða á svæðinu. Frábærir skemmtikraftar sjá um fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hér að neðan er dagskrá hátíðarinnar:

Skemmtidagskrá

13:00  Svæðið opnað
14:00  Skoppa og Skrítla
14:30  Sprengju-Kata
15:00  Emmsjé Gauti
15:30  Sirkus Íslands
16:00  Dagskrá lýkur

Ásbjörn RE til Íran

Heimildarmyndin um Ásbjörn RE, sem kvikmyndagerðarmaðurinn Björgvin Helgi Möller Pálsson hefur gert í samvinnu við HB Granda, verður sýnd  kl. 14, 15 og 16 á laugardag og á sunnudeginum kl. 12, 13, 14 og 15. Aðgangur er ókeypis.

Deila: