Spurður um vopnaburð

Deila:

Ólafur Sigmarsson er maður vikunnar á kvotinn.is Hann hefur unnið lengi hjá Hraðfrystihúsi Hellissands og segir það frábæran vinnustað. Ólafur er framleiðslu- og sölustjóri hjá fyrirtækinu og hefur fengið margar skrýtnar spurningar í starfinu, meðal annars um vopnaburð.

Nafn: Ólafur Sigmarsson

Hvaðan ertu?

Frá Hellissandi, flutti þangað þriggja ára

Fjölskylduhagir?

Konan mín heitir María Leifsdóttir, börnin eru Þorsteinn Erlingur Ólafsson og Karitas Bríet Ólafsdóttir.

Hvar starfar þú núna?

Framleiðslu- sölustjóri hjá Hraðfrystihúsi Hellissands.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 12 ára í frystihúsinu, maður fékk að vinna smávegis um sumarið.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er bara allt. Allt skemmtileg og góð verkefni.

En það erfiðasta?

Að selja fiskinn á rétta verðinu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það skrýtnasta er yfirleitt þegar ég fær eftirlitsmenn frá erlendum löndum. Þá koma stundum einkennilegar spurningar sem ekki eiga við hér. Ég var einu sinni spurður hvort ég væri ekki með vopn til varnar þegar ókunnugt fólk kemur í húsið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ætli það sé ekki Eyþór Áki Sigmarsson og áhöfnin á Örvari þegar ég var úti á sjó.

Hver eru áhugamál þín?

Fluguveiði og ljósmyndun

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Djúpsteiktur fiskur

Hvert færir þú í draumfríið?

Orlando í Bandaríkjunum og í sumarbústaðinn minn.

 

 

Deila: