Áfram Arsenal og Grindavík

Deila:

Grindvíkingurinn Þórarinn Kr. Ólafsson er maður vikunnar á kvotinn.is. Hann hefur unnið við fiskvinnslu frá fermingu og saltfiskurinn er sérgrein hans. Hann er einnig einn af dáðustu knattspyrnumönnum Grindavíkur.

Nafn?

Þórarinn Kr. Ólafsson

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Giftur Höllu Kristínu Sveinsdóttur, börn Alexander Veigar, Ólafur Benedikt og Unnur Guðrún og tvö barnabörn Veigar Elí Alexandersson og óskírð systir hans.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem vinnslustjóri hjá Gjögri hf. í Grindavík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

14 ára gamall í HG, með skólanum.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar fiskast vel og nóg er að gera.

En það erfiðasta?

Handfletja, sérstaklega eftir að ég fékk tennisolnboga 🙂

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég verð að segja þegar að hrunið skall á. Það var mjög skrýtinn en lærdómsríkur tími.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ingólfur Ingólfsson, ég vona svo innilega að við eigum eftir að vinna saman aftur.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti.  Áfram Arsenal og Grindavík !!!

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Íslensk kjötsúpa.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Flórída með alla fjölskylduna.

 

 

Deila: