Ljúffengi og litríki fiskrétturinn

Deila:

Nú eru veislur hátíðanna að baki og því finnst mörgum rétt að draga úr neyslu kjöts og þyngri rétta. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé hægt að halda veislur áfram. Það er bara að fara í fiskinn, en úr honum er auðvelt að gera einstakan veislumat á óteljandi vegu. Og ekki þarf matreiðslan að vera flókin, enda er einfaldleikinn kannski bestur þegar upp er staðið. Þessa fínu uppskrift fundum við á uppskriftavefnum Gulur Rauður Grænn og Salt, grgs.is og tökum okkur bessaleyfi til að endurbirta hana hér á Kvótanum.

Innihald:

þorskur (ca. 800 gr)
1 gul paprika
1 askja kirsuberjatómatar
1 kúrbítur
fetaostur
rautt pestó

Aðferð:

Fiskurinn skorinn í nokkur stykki og settur í eldfast mót ásamt niðurskornu grænmetinu.
Pestó sett yfir hvern fiskbita (magnið fer eftir smekk).
Sett í 180°c heitan ofn í ca. 25 mínútur. Þegar þetta er búið að vera í 10-15 mínútur er fetaostinum hellt yfir.
Gott að bera fram með hrísgrjónum og salati.

 

Deila: