Færri bátar minni afli

Deila:

Að loknum strandveiðum í maí og júní er nærtækt að fara yfir stöðuna og bera saman við sl. Ár og er það gert á heimasíðulandssambands smábátaeigenda..

Bátum sem stunda strandveiðar hefur fækkað milli ára um 68.  Nú hafa 560 bátar landað afla á móti 628 í fyrra.  Heildarafli hefur einnig minnkað úr 5.178 tonnum í 4.607 sem búið var að veiða nú um mánaðarmótin.

Vegna fækkunar báta hafa dagarnir enst betur, aðeins á svæði A hefur þurft að stöðva veiðar vegna þess að viðmiðun var náð.  Þar eru veiðidagar þó sex fleiri en í fyrra eða 23; 13 í maí og 10 í júní.

Afli á hvern bát er óbreyttur frá í fyrra 8,2 tonn að meðaltali.  Mestur á svæði D 9,1 tonn, þar sem hann jókst um 2,2 tonn á milli ára.   Hver sjóferð gaf 603 kg að meðaltali allra svæð, en var 596 kg í fyrra.

Strandveiðar 2017 maí júní

 

Deila: