Fengu rjúpu í heimsókn

Deila:

Grenvíkingurinn Ægir Jóhannsson er maður vikunnar hjá okkur á Kvótanum. Hann er frystihússtjóri hjá Gjögri á Grenivík, en þar er unninn ferskur fiskur til útflutnings með skipum á erlenda markaði. Fiskinn frá þeir af bátum fyrirtækisins Áskeli og Verði.

Nafn?

Ægir Jóhannsson

Hvaðan ertu?

Grenivík, en búsettur á Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur Ágústu Hrönn Kristinsdóttir og eigum við saman synina Kristin Örn og Bjarna Má.

Hvar starfar þú núna?

Frystihússtjóri Gjögurs á Grenivík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Þegar ég var 15 ára í frystihúsinu Kaldbak á Grenivík.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Aldrei tveir dagar eins. Starfið mjög lifandi og gefandi. Erum að framleiða hágæða vöru á flotta markaði. Mikið af nýjum hlutum að gerast.

En það erfiðasta?

Þessi stöðuga óvissa í kringum blessuðu krónuna. Slæm veður og erfiðar samgöngur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Fyrsta vinnudaginn fyrir sjö árum kom rjúpa inn í vinnslusalinn hjá okkur og hélt sig þar um stund. Hún náðist nú fyrir rest og var sleppt, en ekki étin eins og í kvæðinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er Gunnar Guðmundsson.

Hver eru áhugamál þín?

Það er fjölskyldan, samvera með henni og vinum og spila golf.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lamba ribeye og bernessósa.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Flórída.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson

 

Deila: