Ægir helgaður nýjum skipum
Sjötta tölublað tímaritsins Ægis, sem er komið út, er að stórum hluta helgað tveimur nýjustu skipunum sem bæst hafa í togaraflotann nú síðla vors, þ.e. Björgúlfi EA og Akurey AK. Rætt er í blaðinu við skipstjórana og fjallað um móttökuathafnirnar á Dalvík og á Akranes en mikið var viðhaft enda hreint ekki á hverjum degi sem nýir togarar koma í plássin.
Þá er í blaðinu einnig viðtal við Sólveigu Örnu Jóhannesdóttur, sölustjóra hjá HB Granda, staðan tekin á humarvinnslunni hjá Skinney Þinganesi á Höfn, rætt við Sigurð Pétursson, framkvædmastjóra fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum og fjallað um vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar.
Sumarhlé verður nú á útgáfu Ægis.