Sjávarútvegsráðherra Breta heimsækir Færeyjar

Deila:

Ráðherra sjávarútvegsmála á Bretlandseyjum kemur í dag í opinbera heimsókn til Færeyja. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur ráðherra heimsækir eyjarnar.

michael-gove-defra

Það er Michael Gove, ráðherra umhverfis- matvæla og dreifbýlismála, sem er fer með sjávarútvegsmál í bresku ríkisstjórninni og er Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, gestgjafi hans.
Heimsóknin hófst í dag og lýkur eftir morgundaginn. Fyrst á dagskránni var fundur með lögmanni Færeyja og síðan ráðherrum atvinnu- og utanríkisráðherra.

Á morgun verður siglt með uppsjávarskipinu Högabergi frá Þórshöfn á Miðvog á Vogey, þar sem sjávarútvegsráðherrarnir funda.

.

 

Deila: