Urmull af marglyttum

Deila:

Urmul af marglyttum skolaði á land í Sjálandshverfinu í Garðabæ í gærkvöldi og lágu þar í fjörunni. Jón Haukur Baldvinsson, íbúi í hverfinu til tíu ára, hefur ekki séð eina einustu marglyttu á sama svæði og varð því bilt við þegar á annað hundrað marglytta blasti við honum. Hann var í göngutúr ásamt dóttur sinni og voru feðginin sammála um að þetta væri óeðlileg sjón, ef ekki voveifleg, og lyktin sterk.

Mynd og frétt af ruv.is

Deila: