Minni hagnaður HB Granda

Deila:

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2017 námu 96,8 m€, samanborið við 95,2 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 13,9 m€ eða 14,4% af rekstrartekjum, en var 21,0 m€ eða 22,0% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 1,5 m€, en voru neikvæð um 0,7 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð um 1,0 m€, en voru jákvæð um 1,8 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 7,3 m€ og hagnaður tímabilsins var 5,7 m€.

Heildareignir félagsins námu 490,1 m€ í lok júní 2017. Þar af voru fastafjármunir 402,2 m€ og veltufjármunir 87,9 m€.  Eigið fé nam 238,3 m€, eiginfjárhlutfall í lok júní var 48,6%, en var 55,6% í lok árs 2016. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 251,8 m€.

Handbært fé frá rekstri nam 6,7 m€ á tímabilinu, en nam 7,1 m€ á sama tíma fyrra árs.  Nettó fjárfesting í rekstrarfjármunum nam 36,4 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 31,7 m€.  Handbært fé hækkaði því um 2,0 m€ á tímabilinu og var í lok júní 9,3 m€.

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri árshelming 2017 (1 evra = 116,87 kr) verða tekjur 11,3 milljarðar króna, EBITDA 1,6 milljarður og hagnaður 0,7 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2016 (1 evra = 118,8 kr) verða eignir samtals 58,2 milljarðar króna, skuldir 29,9 milljarðar og eigið fé 28,3 milljarðar.
Skipastóll og vinnsla

Í lok júní gerði félagið út 8 fiskiskip, en ísfisktogarinn Engey RE-91 fór í sína fyrstu veiðiferð í lok ágúst. Akurey AK 10 kom til heimahafnar á Akranesi þann 20. júní síðastliðinn þar sem verið er að setja vinnslubúnað í skipið. Gert er ráð fyrir að síðasti ísfisktogarinn Viðey RE-50 komi til landsins fyrir árslok.  Á tímabilinu voru Ásbjörn RE-50 og Lundey NS-14 seld úr landi.

Félagið seldi frystitogarann Þerney RE-1 í ágúst og verður skipið afhent 15. nóvember 2017.

Á fyrri árshelmingi ársins 2017 var afli skipa félagsins 21 þúsund tonn af botnfiski og 57 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Botnfiskvinnsla á Akranesi mun sameinast botnfiskvinnslu félagsins í Reykjavík 1. september 2017.
Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi verður haldinn fimmtudaginn 31. ágúst klukkan 8:30 í Marshallhúsinu á Grandagarði 20. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.
Árshlutareikningur 30.06.2017.pdf
Afkoma HB Granda hf 2Q2017.pdf

 

Deila: