Gestkvæmt hjá HB Granda

Deila:

Mikið var um heimsóknir í Norðurgarð í síðustu viku vegna World Seafood Congress. Ráðstefnugestum var boðið á morgunverðarfund hjá HB Granda í Marshallhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Eftir fundinn stóð gestunum einnig til boða að skoða flokkunarstöðina Svaninn og botnfiskvinnslu HB Granda.

Á fimmtudag voru tvær heimsóknir ráðstefnugesta. Tekið var á móti gestum frá Kanada og Nýfundnalandi fyrir hádegi í Norðurgarði, en í hádeginu var meðal annarra tekið á móti ráðherrum frá Kosta Ríka, Grænhöfðaeyjum og Malasíu. HB Grandi og Brim stóðu að heimsókninni í samstarfi við Matís. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hélt kynningu á fiskveiðistjórnunarkerfinu og Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri kynnti starfsemi HB Granda fyrir gestum.
Gestirnir voru áhugasamir um íslenskan sjávarútveg og mynduðust skemmtilegar umræður að loknum kynningum.

Deila: