Beitir með síld úr færeysku lögsögunni

Deila:

Beitir NK kom sl. nótt til Neskaupstaðar með 1.350 tonn af síld sem öll fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Síldin fékkst í færeyskri lögsögu, 250-260 sjómílur austur af landinu. Sturla Þórðarson skipstjóri segir í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar að ekki hafi orðið vart við mikla síld á veiðisvæðinu en aflinn fékkst í fimm holum. Síldin sem Beitir veiddi í veiðiferðinni er svipuð og áður hefur veiðst og hentar vel til manneldisvinnslu.

Börkur NK hélt til síldveiða í færeysku lögsögunni í gær.

Ljósm. Guadalupe Laiz

 

Deila: