„Brottkast og svindl er ólíðandi“

Deila:

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda.

„Í framhaldi af umfjöllun um sjávarútvegsmál í fréttaþættinum Kveik 21.nóvember s.l. vill stjórn SFÚ koma eftirfarandi á framfæri.

Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar. Brottkast og svindl er ólíðandi.

Stjórnin skorar jafnframt á verðandi ríkisstjórn að grípa strax til viðeigandi ráðstafana til að stöðva slíka sóun. Kerfið sem starfað er eftir verður að tryggja að hagsmunir samfélagsins séu tryggðir og að sóun verðmæta stöðvist og tilheyri sögunni.

Eðlilegt hlýtur að teljast, að í sem flestum tilfellum eigi viðskipti sér stað í gegnum þriðja aðila eins og þekkt er í viðskiptum um fiskmarkaði sem staðsettir eru í flestum höfnum landsins.

Óeðlilegir viðskiptahættir við meðhöndlun auðlindarinnar eiga að heyra sögunni til.“

 

Deila: