Það er ekkert erfitt

Deila:

Við höldum okkur enn við Eyjafjörðinn þegar kemur að manni vikunnar á Kvótanum. Að þessu sinni er það Akureyringurinn Elvar Thorarensen. Hann er gæðastjóri hjá Samherja og byrjaði að vinna í fiski 16 ára gamall.

Nafn?

Elvar Thorarensen.

Hvaðan ertu?

Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Giftur Hrafnhildi Haraldsdóttur, rekstrar- og fjármálastjóra í VMA, á þrjú börn Alexöndru Ýr Thorarensen, Júlíus Fannar Thorarensen og Elvar Hólm Thorarensen.

Hvar starfar þú núna?

Er gæðastjóri hjá Samherja.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 1992 hjá ÚA en vann á sumrin í fiskvinnslu frá 16 ára aldri.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn.

En það erfiðasta?

Það er ekkert erfitt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það séu ekki eitthvað af þeim úttektaraðilum sem hafa komið í gegnum tíðina.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru svo margir á öllum þessum árum. En allt eru þetta vinir mínir og gott að starfa með þeim.

Hver eru áhugamál þín?

Borðtennis og fjölskyldan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt. 

Hvert færir þú í draumfríið?

Florida og í kjölfarið í siglingu í Karabíska hafið.

 

Deila: