Leita eftir bátum í netarall

Deila:

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar kt: 470616-0830, hér eftir nefnd verkkaupi, óska eftir tilboðum í leigu á netabátum til að stunda netaveiðar í rannsóknarskyni og gagnaöflunar, tímabundið, vegna mælinga á hrygningarstofni þorsks vorið 2018 og prófanna á fugla og spendýrafælum á þrem rannsóknasvæðum.  Leiðangrar fara yfirleitt fram í apríl á því tímabili sem veiðar eru almennt stöðvaðar vegna þorskhrygningar og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl.

Útgerðir netabáta eru hvattar til að kynna sér útboðsgögnin: https://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20689.

Opnunartími tilboða er 25. janúar 2018 kl. 11:00.

Hafa má samband við Hafrannsóknastofnun ef óskað er frekari upplýsinga.

 

Deila: