Veiðivottorðakerfið endurnýjað

Deila:

Fiskistofa hefur endurnýjað veiðivottorðakerfið og eru notendur hvattir til að flytja sig yfir í nýja kerfið úr því gamla sem þó verður rekið áfram um sinn.  Þá er vakin sérstök athygli á að þeir sem  hafa  aðgang að heilbrigðisvottorðakerfi MAST sem Fiskistofa hýsir með gamla veiðivottorðakerfinu eiga ekki að fara inn í nýja kerfið.

Eins og mörgum útflytjendum er kunnugt þá taka í gildi nýjar innflutningsreglur í Bandaríkjunum frá og með áramótum.  Þorsk- og  rækjuafurðir eru einu íslensku útflutningsvörurnar sem falla undir þær reglur.  Nýja vottorðakerfið gefur kost á vottorði  vegna útflutnings til Bandaríkjanna sem ætlað er að uppfylla stóran hluta af þeim kröfum sem gerðar eru enþað er ekki hægt í gamla vottorðakerfinu.  Væntanlega þurfa útflytjendur að yfirfara hjá sér samhliða  hvort þeir þurfi frá áramótum að gefa fyllri upplýsingar en til þessa  um útflutning sinn á þorski og eða rækjum.  Vakin er sérstök athygli á að  vottorðið fyrir Bandaríkjamarkað í nýja kerfinu skal eingöngu nota fyrir þorsk- og rækjuafurðir.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Notandinn skráir sig inn í nýja kerfið með sama notendanafni og lykilorði og í gamla kerfinu.

Leiðbeiningar fyrir nýtt veiðivottorðakerfi

Innskráning í nýja veiðivottorðakerfið

 

Deila: